
“Ég tók mín fyrstu skref í sjósundi þann 6. ágúst 2015.”
Magnea Hilmarsdóttir
Um sundin
Ég ætlaði bara að setja inn helstu sundin sem ég hef synt en svo bættust alltaf fleiri og fleiri sund við sem ég vildi geyma hér. T.d. sund sem eru 2 km eða meira, synt undir ís, nokkur gallasund o.fl. skemmtilegt.
Boðsund yfir Ermarsundið – tvisvar sinnum hef ég verið varamanneskja fyrir boðsund yfir Ermarsundið og hef því tekið vottaða 2 klst. sundið þrisvar sinnum. En eftir að ég kláraði vottaða 2 klst. sundið sumarið 2023, þá kom í ljós að það var búið að breyta reglunum. Ég tók því líka vottað sund sem er 1,5 klst sund, bíða í landi í 1 klst. án þess að fara inn að hlýja sér og skella sér svo aftur í sjóinn og synda í 1 klst.
Sæljónin áttu 2. sundrétt í september 2019 – ég var varamanneskja. Við fórum til Dover en fengum aldrei glugga til að synda.
Bárurnar áttu sundrétt í byrjun júní 2022 – við fórum til Dover en það kom enginn gluggi fyrir okkur.
Hafmeyjurnar eiga sundrétt 29. júní til 4. júlí 2024 – …
Vantar Reykjanesvirkjun, Silfra, Þorlákshöfn o.fl.
13.08.2015
Fossvogssund II – 1 km
Það voru liðnir 6 dagar síðan ég byrjaði í sjósundi, svo mér fannst alveg kominn tími á að spreyta mig í Fossvogssundinu. Ég skráði mig og lagði af stað. En það var dálítil alda og vindurinn blés beint í andlitið á mér. Ég varð andstutt og þó ég reyndi að slaka á þá náði ég ekki að dýpka andardráttinn. Þegar ég var um það bil hálfnuð yfir, þá lét ég pikka mig upp í bát og skila mér í land.

19.08.2015
Æfing fyrir sundið út í Viðey – 1 km
Ég var ákveðin í að prófa að synda frá Viðey og í land, 15 dögum eftir að ég byrjaði í sjósundi. En þar sem Fossvogssundið hjá mér klikkaði, þá þurfti ég að æfa mig í sundi sem samsvaraði Fossvogssundinu. Ég synti í átt að kaðli í Nauthólsvík, kynntist á leiðinni Eddu Björk Hafstað og ræddi alveg helling við hana. Sjórinn var sléttur og töfrandi og við bara gleymdum okkur. Ég var 48 mínútur í sjónum.

21.08.2015
Synt út í Viðey – 900 m
Þennan dag synti ég í fyrsta skipti frá Viðey að Skarfakletti. Það tók mig 30 mínútur að synda þessa 900 metra. Ég synti með lopahúfu sem pabbi prjónaði, í lopasokkum sem mamma prjónaði og var í froskalöppunum hennar mömmu.
Ég er nú eiginlega fegin að þessi múndering var að mestu neðansjávar.
Þessa mögunuðu mynd tók Petur Einarsson þegar við vorum að koma okkur í sjóinn út í Viðey til þess að synda að Skarfakletti.

04.08.2016
Fossvogssund II – 1 km
Ég kynntist Ingibjörgu vinkonu minni í Nauthólsvík ca. viku fyrir þetta sund. Við höfðum vitað af hvor annarri þegar við vorum táningar en þekktumst ekkert. Hún var ekkert á leið í sjóinn og hafði aldrei látið sér detta það í hug. En við spjölluðum svo mikið að hún var komin í sjóinn áður en hún vissi af. Og líkt og ég, þá skellti hún sér í Fossvogssund ca. viku eftir að hún fór fyrst í sjóinn. Ég var stolt af því að við Ingibjörg náðum mesta tímanum af 82 sundmönnum. Við vorum 45 mínútur að synda þetta.

19.08.2016
Synt út í Viðey – 1,8 km
Ingibjörg ætlaði bara að synda aðra leiðina, en ég plataði hana til þess að byrja við Skarfaklett svo við ættum möguleika á að spreyta okkur á að fara fram og til baka. Við fórum létt með það og komum í land á mesta tímanum sem voru 80 mínútur. Ég held að það met hafi ekki verið slegið fyrr en árið 2023 af Birki nokkrum.




29.06.2017
Fossvogssund I – 1 km
Vorið 2017 höfðum við Ingibjörg farið saman á skriðsundsnámskeið hjá Brynjólfi Björnssyni (syndaselur.com) sem varð til þess að við vorum ekki síðastar í þessu sundi. Okkur leið eins og við værum litlir mótorbátar og klufum öldurnar létt og lipurlega. Skriðsundið var orðið að hvíldarsundi hjá okkur á örskömmum tíma.

01.07.2017
Helgasund á Akranesi – 900 m
Þetta var fyrsta Helgasundið mitt. Veðrið var gott og mér þóttu móttökurnar ekki slæmar að sundi loknu, þar sem ljósmæður tóku á móti okkur þegar við komum í land og buðu upp á heitt kakó með rjóma.

26.07.2017
Opna íslandsmótið í Víðavatnssundi án galla – 3 km
Ég tók þátt í Íslandsmóti í sjósundi og synti 3 km á 1:34:14
Þó mér finnist þetta besti tíminn þá endurspeglar það ekki álit þjóðarinnar ![]()
Ég lenti í 3. sæti, en ástæðan fyrir því er líklega sú að ég var ekki ein að keppa í mínum flokki!
úrslit

07.08.2017
2,5 km + 1 km sund sama daginn
Við Ingibjörg vorum eitthvað að skemmta okkur og syntum 2,5 km á 70 mínútum um hádegið, og syntum svo með 1 km með Magnúsi kl. 15 þann sama dag.
Þetta var einn af þessum góðviðrisdögum sem við Ingibjörg vorum í víkinni allan daginn.


10.08.2017
Fossvogssund II – 1 km
Við Ingibjörg syntum saman í blíðskaparveðri með nýju fínu blöðkurnar okkar.


12.08.2017
2 km sund
Synti með Ingibjörgu og Magnúsi.
26.08.2017
Sundinu “Synt út í Viðey” var aflýst vegna veðurs
Það voru okkur Ingibjörgu mjög mikil vonbrigði, en við bættum það upp með því að taka 1,6 km sund í Fossvoginum í staðinn.

01.10.2017
Boðsund til forsetans
Hér eru myndir sem pabbi tók. Á Bessastöðum var vel tekið á móti okkur. Fyrst skelltum við okkur í volgt bað í fiskikörum fyrir utan Bessastaði. Og að baði loknu var okkur boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi.




25.04.2018
Synt yfir Fossvoginn í 6° – 840 m
Við ætluðum að synda stystu leið úr Kópavogi í Nauthólsvík sem er ca. 550 metrar en nenntum ekki að keyra lengra út á Kársnesið svo ferðalagið yfir voginn varð 840 metrar. Þetta er lengsta samfelda sundið okkar í 6° heitum sjónum ![]()


04.07.2018
Davíðsgjá í Þingvallavatni – 10 mín í 2°
Næstum sól og næstum logn við Þingvallavatn í dag. Sjö saman fórum við og syntum þarna í fallegri gjá og nutum lognsins sem fór hratt yfir vatnið ![]()
Ég var með laxapoka (utan um gifsið) en ekki fengum við þó neinn lax í þetta sinn.
Með Ingibjörgu, Magnúsi, Heiðrúnu, John, Heiðu Möll og Herði 🙂

07.07.2018
10.07.2018
Synti 2 km með Ingibjörg og John . . . og einum sel
Sjósund með Ingibjörgu og John í rúmlega 11° heitum sjónum. Síðustu 100 metrana fengum við fylgd. Það var selur sem elti okkur og þegar bilið var minnst á milli okkar og hans, þá var það ca. 3 metrar!
Á einum tímapunkti tókum við John nokkur skriðsundstök og þá sá Ingibjörg hvernig selurinn reyndi að herma eftir hreyfingum okkar.
– Hér var ég enn að synda með gifsi á fætinum.

12.07.2018
Davíðsgjá í Þingvallavatni – 15 mín í 2°
Næstum sól og næstum logn við Þingvallavatn í dag. Sjö saman fórum við og syntum þarna í fallegri gjá og nutum lognsins sem fór hratt yfir vatnið ![]()
Ég var með laxapoka en ekki fengum við þó neinn lax í þetta sinn. Við syntum í 15 mínútur. Þó það sé sumar, þá er vatnið í Davíðsgjá um 2°
Með Ingibjörgu og John.














25.07.2018
Opna íslandsmótið í víðavatnssundi án galla – 1 km
Við Ingibjörg Ingvadóttir tókum þátt í íslandsmóti í víðavatnssundi í dag. Við syntum þetta á þægilegum blaðurhraða og nutum þess í botn. Önnur okkar hreppti gull þar sem hún keppti í flokki 50 til 99 ára. En við komum í mark á sama tíma!
úrslit
07.10.2018
Davíðsgjá í Þingvallavatni – 10 mín. í 2°
Með Ingibjörg Ingvadóttir, Heiða Mjöll Stefánsdóttir, John Tómasson og Sunna.
Albúm.





18.04.2019
Yfir Fossvoginn í 6,5° heitum sjónum – 870 m
Við syntum frá Kópavogi til Reykjavíkur á háflóði. Í lokin urðum við að grípa skriðsundið því það var farið að bæta aðeins í vindinn.


25.04.2019
Synt yfir Fossvoginn – 655 m
Synti með Ingibjörgu, Magnúsi, John og Tedda.


07.05.2019
Alcatraz – 2,4 km
Ég synti með Heiðrúnu Hauksdóttur frá eyjunni Alcatraz til San Francisco. Þetta sund datt svona af himnum ofan. Þann 17. apríl 2019 sagði Heiðrún inn í spjallgrúbbu sem við erum í, að hún væri að fara til San Francisco og stefndi á að synda þar, kannski Alcatraz. Það liðu ekki 60 sekúndur áður en ég svaraði: “Kem með!”
Hér er grein á mbl.is
Þess má geta að 2 mán. eftir sundið kom “the great white shark” inn í flóann nálægt Alcatraz og át beitu hjá veiðimönnum, sjá hér.
12.06.2019
Synt frá smábátahöfninni í Kópavogi yfir í Nauthólsvík – 1,9 km
Við John syntum þetta saman. Ég hafði gleymt sundhettunni, en lét það ekki á mig fá og synti hettulaus.
Strava.

16.06.2019
Synt inn að flaki – 2,3 km
Alltaf ævintýralegt að synda inn að flaki (togarinn Íslendingur RE 120).
Strava.

20.07.2019
Synt hring í Fossvoginum án blaðka – 3,3 km
Synti með Ingibjörgu, Ernu, John, Kristni og Magnúsi. Við gæddum okkur á orkugeli fyrir sund og tókum með okkur orkudrykki.
Strava.




26.07.2019
Sæljónin 2ja tíma vottunarsund – 4,4 km
Í dag sló ég mitt eigið met í sjósundi, bæði í tíma og vegalengd ![]()
Þetta sund var án allra hjálpartækja, bara venjuleg sundföt, hetta og sundgleraugu ![]()
Ég var varamanneskja og kom inn í liðið ca. 5 vikum fyrir áætlað Ermarsund.
Í liðinu voru John Tómasson, Valdimar Páll Halldórsson, Georg Gunnarsson, Gnýr Guðmundsson, Árni Már Þ. Viðarsson og Ingvar Freyr Ingvarsson.
Við fórum til Dover í september 2019. Vorum á 2. sundrétti. Það opnaðist bara gluggi fyrir boðsundsveitina sem var á 1. sundrétti, svo við fengum ekki að spreyta okkur í þetta sinn.
Við sigldum yfir til Calais 5. september og fórum til Dunkirk, þar sem við skoðuðum safn og lékum okkur svo í briminu í Calais.





30.07.2019
Opna íslandsmótið í víðavatnssundi án galla – 5 km
Ég varð íslandsmeistari í 5km sjósundi árið 2019 og hef því öðlast keppnisrétt á opnum sundmótum erlendis! Þetta mun ég setja í ferilskrána mína ![]()
![]()
![]()
Ég synti 5 km á 2:38:52 sem er ansi góóóður tími.
Það var gott að finna umhyggju vina sem mættu á svæðið fyrir sundið til að aðstoða okkur og þegar og eftir að sundinu lauk.
úrslit – 1. sæti í mínum flokki.
Strava.



14.08.2019
Swim Run – 3,3 km
Litla þríþrautin okkar í dag, ca. 700 metra sund, ca. 1.7km hlaup (á hraða eldri borgara) og að lokum ca. 900 metra sund ![]()
Með John og Alla.

17.08.2019
Synti ein yfir Fossvoginn – 1,4 km
Skrímslaæfing fyrir boðsund yfir Ermarsundið með Sæljónunum. Mér fannst ég þurfa að æfa mig eitthvað fyrir boðsundið yfir Ermarsundið með Sæljónunum.

31.08.2019
Sæunnarsund – 2,5 km
Synt í “klaufspor” kýrinnar Sæunnar sem synti frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Sundið hefst við Flateyrarodda og komið í land við Sæunnarlaug í fjörunni við Valþjófsdal.
Að sundi loknu fórum við ofan í fiskikör sem fyllt höfðu verið af heitu vatni sem mjólkurbíllinn hafði komið með.
Skemmtileg upplifun!



02.09.2019
Brimketill – sundið sem ekki átti að synda
Við gátum ekki ekki gert þetta . . . sagði John!
05.09.2019
Æfing í Calais í Frakklandi – Sæljónin
Synt í Calais í Frakklandi og ný tegund af marglyttu í fjörunni
#Sæljónin


06.10.2019
Swim run – Synt yfir Kollafjörðinn – 800 m
Skemmtilegur hringur með John og Þulu 😊 Við byrjuðum á skokki fyrir Kollafjörðinn sem endaði í klettaklifri í fjörunni sunnanmegin og að lokum syntum við svo yfir Kollafjörðinn til að sækja bílinn 😁




13.11.2019
Stokkið af Gullinbrú og synt í land
Veðrið var dásamlegt 💖 Tunglið fullt og hátt á lofti og bláleit birtan gerði umhverfið dularfullt. Hitastigið úti var um -2° svo við byrjuðum á því að skoða hvort við þyrftum að brjóta ísinn í lendingu 😂 Fyrra stökkið var fyrsta stökk okkar Ynju af þessari brú. John hefur stungið sér af Gullinbrú, en miðað við eymslin í rófubeininu eftir þessi stökk þá held ég að ég bíði með að stinga mér með höfuðið á undan . . . sem minnir mig á fræga stungu þar sem ég var í gifsi að stinga mér af 2ja eða 3ja metra háum palli og fattaði það ekki fyrr en ég var komin upp að ég þorði ekki með fæturna á undan! Besta vinkona mín, frænkur og ljósmyndari voru á staðnum og nutu augnabliksins með okkur. Þegar við vorum að þurrka okkur eftir þetta ævintýri þá var ennþá bláleit birta úti . . . en núna var hún blikkandi!
02.12.2019 Sundlaug
Útskrifuð af skriðsundsnámskeiði
Útskrifuð af skriðsundsnámskeiði:
Rólegt skriðsund 2 * 25 á 1:12
Meðalhratt skriðsund 2 * 25 á 0:57
Hratt skriðsund 2 * 25 á 0:45


10.12.2019
Sundið sem aldrei var synt
Við fórum að Skarfakletti í rauðri viðvörun en hættum við að synda. Það var gott að finna að við höfum okkar takmörk.
23.12.2019
Sundlaug
Sund
Þorláksmessusund Breiðabliks – 1,5 km pace 2:15 (án blaðka).
26.12.2019
Synt undir ís
Morgunsund gefur gull í mund. Ég fékk símtal upp úr kl. 11 í morgun og sló til. Þetta var hressandi og endurnærandi ![]()
John og félagar voru búnir að undirbúa allt þegar ég kom og með öryggisatriðin á hreinu . . . takk fyrir mig ![]()
28.12.2019
Synt undir ís
Við fengum ósk okkar uppfyllta þegar rigningin hreinsaði ísinn á Hafravatni á laugardaginn, annars hefðum við ekki fengið svona flott myndband af sundi undir ís 🥰 Húni, Ingibjörg, John, Magnea og Teddi syntu ca. 5 metra undir ís og Bjarni, Sölvi og Þorbjörg syntu ca. 12 metra undir ís!
John Tómasson, Húni Húnfjörð, Kolbrún Elma Schmidt, Sölvi Levi Petursson, Ingibjörg Ingvadóttir, Magnea Hilmarsdóttir. ❤️❤️💪🤪🦸♀️🤗🤩
04.01.2020
Gul viðvörun
Synti með Ingibjörgu, Magnúsi, Laufeyju og Heiðu Mjöll.
03.02.2020
Synt undir ís
John Tómasson, Húni Húnfjörð, Kolbrún Elma Schmidt, Sölvi Levi Petursson, Ingibjörg Ingvadóttir, Magnea Hilmarsdóttir. ❤️❤️💪🤪🦸♀️🤗🤩
09.02.2020
Synt í Hvítá
Við syntum nokkur saman niður Hvítá. Magnea Hilmarsdóttir, Sölvi Levi Petursson, John Tómasson, Agnieszka Nar-Czu og Húni Húnfjörð.
29.02.2020 Sundlaug
Áheitasund fyrir Heimi og börn – 6,95 km
Fyrra sundið – 1/2 klst. með blöðkum 1,450 km, pace 2:00
Seinna sundið – 2 klst. með blöðkum 5,5 km, pace 2:00
Seinna sundið synti ég frá kl. 3 til kl. 5 um nóttina.
Ég vil þakka einstökum sjósundsfélögum mínum með Erna Héðins í fararbroddi, og ykkur öllum sem tókuð þátt með einum eða öðrum hætti, fyrir að standa fyrir þessu áheitasundi fyrir Heimi bróðir og börnin hans eftir að hann greindist með 4. stigs lungnakrabbamein rétt fyrir jólin 2019 ![]()
Heimir barðist hetjulega við þennan hörmulega sjúkdóm með aðstoð sinna nánustu. Hans nánustu voru ansi margir því Heimir hafði alla tíð haldið vel um sína nánustu og teygði arma sína mun lengra en flestir sem ég þekki ![]()
Í byrjun desember 2022 var Heimir fluttur á líknardeild eftir að hafa legið á krabbameinsdeildinni í um 2 vikur. Hann fór heim um jólin og var þar umvafinn ástvinum sínum. Þar var hann þegar hann kvaddi þenna heim ![]()
Ég veit að Heimir mun lifa áfram í hjörtum okkar allra sem þekktum hann ![]()


06.03.2020
Synt undir ís
Gott fyrir svefninn.
08.03.2020
Ís-sund í Seltjörn
Við fórum nokkur saman að synda í Seltjörn þar sem tveir félagar okkar voru búnir að búa til 25 metra langa sundbraut fyrir okkur. Við höfðum farið þarna nokkrum dögum áður að kafa undir ís og fannst ómögulegt að gera ekki meira úr þessu eftir alla fyrirhöfnina við að búa til fjögur göt í ísinn. Eftir íssundið fórum við í heitasta pottinn í Keflavík og þar með átti þessu ferðalagi okkar að vera lokið . . . en nei . . . við vorum ekki búin að vera lengi í heita pottinum þegar einhver missti út úr sér að það væri nú gaman að koma við á góðum stað í bakaleiðinni og kæla sig örlítið! 🧜♂️🧜♀️🧜♂️🧜♀️🧜♂️ Það voru allir tilbúnir í það, svo við brunuðum hring á Reykjanesinu og stoppuðum við fallega gjá. Við skelltum okkur í rennandi blaut og ísköld sundfötin og stungum okkur í gjánna! Það er gaman að leika sér 😊
03.04.2020
Bjarnagjá – kafað undir yfirborðið.
Við vorum 7 saman sem fórum að leika okkur í Bjarnagjá í dag.
Birna, Björn Ægir, Erna, Magnea, Magnús og Valdi.
13.04.2020
Gallasund 2,2 km
Synti með John og Valda.
15.04.2020
Gallasund – 2 km
Synti með Ernu og John.
20.04.2020
Sund
Ekki gallalaus sundæfing með gölluðu liði. En besta gallaæfing til þessa og ég held að ég, gallin og öldurnar séum alveg að ná að semja um samvinnu.
Hversu mikil snilld er að geta haldið áfram að synda í stærstu sundlauginni þegar allt annað er lokað.

22.04.2020
Swim Run – 4,6 km
Að synda úr Kópavogi yfir í Nauthólsvík eftir að sjávarhiti er að lágmarki 5,5° er orðinn fastur liður hjá okkur.
Venjulega höfum við safnast saman í bíl í Nauthólsvík og keyrt yfir í Kópavog til að synda yfir . . . en nú má ekki safnast saman í bíla svo við skokkuðum þetta og syntum svo til baka.
Við syntum styttri leið yfir voginn núna þar sem ekki er í boði að fara í heita pottinn á eftir, og þurftum við því að skokka aðeins lengra fyrir vikið.


23.04.2020
Gallasund frá Bessastöðum yfir í Nauthólsvík – 2,6 km.
Smábrot af sundferðinni frá Bessastöðum yfir í Nauthólsvík sumardaginn fyrsta. Þarna erum við stödd mitt á milli Álftaness og Kársness og Alli löngu horfinn! Stuttu seinna fékk Valdi krampa og dróst aftur úr og John fór að synda hraðar svo bilið milli okkar allra varð fljótt um 50 til 100 metrar. Þegar við byrjuðum að synda inn Fossvoginn fór ég að finna fyrir straumi út voginn og allt í einu fór að verða erfiðara að halda stefnu. Ég leitaði mjög til hægri og þurfti stöðugt að vera að leiðrétta stefnuna. Sundgleraugun láku og ég sá ekki vel hvar ég var svo ég tók smástund í að finna kennileiti sem ég gæti fylgst með í hverju sundtaki án þess að trufla sundið. Ég valdi 2 byggingakrana og hélt betur stefnu eftir það. Takk fyrir frábært sund ☺

25.04.2020
Gallasund inn að flaki – 2 km
Synti með Alla, Ernu og Valda.

28.04.2020
Synt út að dælustöð – 2,3 km
Synti með Ernu, Magnúsi, Alla og Valda.

16.05.2020
Synt út að Sólfari – 500 m
Gekk með Ernu og Magnúsi frá Sólfarinu að Hörpunni og syntum til baka.




20.05.2020
Gallasund inn að flaki – 1,9 km
Synti með John, Ernu og Magnúsi. Magnús fékk krampa í annan fótinn og varð svo óglatt og ældi . . . og ældi 🤮, en var annars bara góður 🙉

23.05.2020
Synt með hvölum við Hjalteyri í Eyjafirði
Hér er smá brot af skemmtun helgarinnar þar sem við syntum með hvölum við Hjalteyri í Eyjafirði.
John var með dróna og tók svona skemmtilegt videó þar sem við sigldum í veg fyrir hnúfubak og stukkum út í sjóinn. Þetta bleika sem er fyrir utan bátinn eftir að við fórum út í er yfirhöfnin hennar Ernu, en hún þvældist óvart með í sjóinn og þótti nokkuð erfitt að ná henni upp aftur því hún var orðin svo þung 🙂 Þessi helgi var alveg hreint ótrúleg! Með Erna Héðins, Guðmundur Skúli Þorgeirsson, Kolbrún Elma Schmidt, Davið Sölvason og John Tómasson
30.05.2020
Gallasund – 3 km
Synti með Ernu, John og Magnúsi. Við syntum frá Ylströndinni í Garðabæ yfir á Bessastaðanes og til baka.



17.06.2020
Synt inn að flaki – 2,2 km
Synti með Ingibjörgu, Magnúsi, Birni, Birnu, Skúla, Laufeyju og Tobbu.

27.06.2020
Synt út að dælustöð og aðeins lengra – 2,7 km
Gott sund með Ingibjörgu, Laufeyju, Birnu og Tobbu.

28.06.2020
Synt inn að flaki – 2,3 km
Synti með Ingibjörgu og Ernu.

29.06.2020
Synt inn að flaki – 2,1 km
Synt inn að flaki.

02.07.2020
Synt í 8 yfir Fossvoginn – 2,6 km
Synti með Alla og Magnúsi.

04.07.2020
Helgasund – 900 m
Helgasundið er orðið að hefð hjá mér.






19.07.2020
Formlegt Viðeyjarsund – 4,4 km
Ég synti með Ingibjörgu, Magnúsi og Alla.
Sjávarhiti 11°
* Formlegt sund miðast við að vera aðeins í venjulegum sundfötum með hettu og gleraugu, engar blöðkur eða annar búnaður.


03.08.2020
Formlegt Drangeyjarsund – 6,6 km (synti hálfa leið)
DRANGEYJARSUND 3. ÁGÚST 2020 Ég vaknaði kl. 6:00 um morguninn til þess að gera mig klára í Drangeyjarsund. Við vorum þrjú sem lögðumst til sunds kl. 8:32 og var ætlun mín að synda 6,6 km á ca. 3 klst. og 30 mínútum. Við fengum Drangeyjarferju og tvo mótorbáta frá þeim til þess að fylgja okkur og vorum líka með aðstoðarmenn með okkur. Með mér voru Heimir bróðir, pabbi minn, Einar vinur minn fyrrum skipstjóri og Viggó skipsjóri Drangeyjarferjunnar. Þetta endaði með því að ég synti 1/2 Drangeyjarsund og var rúmar 2 klst. í sjónum. Það er hægt að draga mikinn lærdóm af þessu sundi sem fer í reynslubankann minn! Í farteski mínu var ég með eitt á hreinu sem ég segi oft við þá sem eru að byrja að stunda sjósund. “Þú þarft kjark til að hætta sundi en minni kjark til að klára sund.” Þetta hef ég alltaf haft að leiðarljósi í sjósundi. Við fáum allskyns einkenni sem segja okkur hvenær við eigum að stoppa: Þegar ég er orðin köld þá fæ ég oft hökuskjálfta og verð þvoglumælt, stundum smá sjóntruflanir og fingur dofna þannig að litli fingur fer að fjarlægjast hina fingurna. Þegar ég fæ hökuskjálfta eða sjóntruflanir, þá fer ég skilyrðislaust í land og hef aldrei lent í basli. Þetta með litla fingur virðist ekki skipta eins miklu máli, en er þó einkenni sem kemur þegar ég byrja að kólna. Hættulegra er þó þegar við fáum EKKI þau einkenni sem segja okkur hvenær við eigum að stoppa: Mér er minnisstætt eitt tilfelli þar sem ég var ekki að synda langt né lengi og fékk enga viðvörun. Þá kom það í ljós 5 mínútum eftir að ég kom upp úr að ég hafði gengið nærri mér og það tók mig 5 mínútur að ná mér það góðri að ég gæti farið í pottinn. Hingað til hef ég bara orðið vitni að því að fólk lendi í basli EFTIR að það kemur upp úr sjónum. En nú er ég komin með það í reynslubankann að hitt getur líka gerst! Í gær var sjórinn um 8,7° og Drangey reis tignarleg úr hafinu ásamt Kerlingu og kvikan var nokkur í sjónum þó veðrið væri gott og lítill vindur. Okkur var skutlað í land þar sem Drangeyjarsund á að hefjast og lögðum galvösk af stað. Það eru forréttindi að fá að synda á slíkum stað. Útsýnið var dásamlegt og pínulítið ógnvænlegt. Ég synti yfir þarabreiðu sem leit út eins og mörg andlit væru að fylgjast með mér. Þetta voru þykkblöðungar með hvít augu . . . kannski smá ímyndun, en skemmtileg 🙂 Ég hitti heilan haug af brennihveljum, en það hef ég aldrei gert áður. Ég hef séð þær, en núna snerti ég þær og fann angana strjúkast um mig alla, frá toppi til táar. Í fyrstu var ég dálítið hvumpin þegar ég synti í fangið á þeim, en þegar ég var búin að synda í svona korter, þá fór mér að standa meira á sama. Ég sá eina mjög fallega sem var eins og appelsínugult blóm fyrir neðan mig. Annars litu þær flestar út eins og samanvöðlaður klósettpappír. Þræðirnir út frá þeim geta orðið allt að 30 metra langir. Brennihveljur stinga með öngunum og sprauta eitri svo svíður undan, oft í hálfan til einn sólarhring. Ég hafði hugsað mér að fá mér orkudrykk á 30 mínútna fresti og þá hentu hjálparmenn mínir til mín “skvísu” í bandi svo ég gæti drukkið. Mér gekk illa að eiga við skvísuna og meirihlutinn fór í sjóinn. Eftir tæpar 2 klst. hugsaði ég að ég gæti alveg klárað þetta sund, því ég fann ekki fyrir þreytu, sjónin skýr, enginn hökuskjálfti og litli fingur bara eðlilegur. Það eina sem var ekki í lagi var að ég náði ekki að drekka mikið af orkudrykkjunum sem kastað var til mín. Korteri síðar, þegar ég fékk orkudrykk, þá lenti ég í basli og var hætt að geta talað. Eina merkið sem ég gat gefið var að halda í skvísuna og dróst þá örlítið með bátnum og sleppti takinu. Ég held ég hafi reynt að synda aðeins eftir það til að tapa ekki bátnum. Ég man eftir því að þarna var ég farin að andvarpa á sundi, sem hefur aldrei gerst áður. Eftir þetta er um klukkustundar óminni (blackout) hjá mér. Aðstoðarmenn mínir á bátnum sáu stjarfa í augunum á mér, sundið var orðið stefnulítið og virtist þeim eins og ég væri ekki áttuð. Bökkuðu þeir þá til mín og sögðu mér að grípa í fótstig aftan á bátnum. Ég gat það ekki þó það væri við hendina á mér. Á þessum tíma hefði ég geta sokkið orðalaust í hafið. VIÐ GETUM EKKI TREYST ÞVÍ AÐ VIÐ FÁUM VIÐVÖRUN ÁÐUR EN VIÐ SÖKKVUM! Í svona sundi þarf að vera aðstoðarmaður sem getur stokkið út í sjó til að bjarga sundmanni ef hann er kominn í þetta ástand, þó svo að þeir hafi sloppið við það í þetta sinn. Þeir gripu í mig og héldu mér þar til gúmmíbáturinn kom til að pikka mig upp. Heimir stökk í gúmmíbátinn og ég var dregin upp í hann og lá hálf ofan á og hálf undir bróður mínum á leið í land. Það tók ekki nema 5 mínútur að bruna með mig í land og Heimir hélt höfðinu á mér til þess að það skelltist ekki í botninn á bátnum. Ég var borin að Grettislaug þar sem mér var komið rólega ofan í laugina og höfðinu haldið uppi. Þar hlúðu þær Ingibjörg og Birna Hrönn að mér. Einar og Heimir tóku þá ákvörðun að hringja í 112 til öryggis, því ég var enn með stjarfa í augunum og vitrtist illa áttuð. Það var ekki fyrr en sjúkrabíllinn var kominn að ég kom til baka úr óminninu og var fljót að jafna mig eftir það. Ég gleymi að segja frá því að áður en ég var sett varlega ofan í pottinn, þá var búið að reyna að koma ofan í mig volgu kakói sem ég var með á brúsa. Fyrst var ég látin sitja með fæturna ofan í pottinum í góðan tíma á meðan heitu blautu handklæði var strokið varlega yfir þann hluta sem var ekki ofan í pottinum. Mér var ekki skellt beint ofan í pottinn, heldur var þetta gert mjög rólega og stöðugt reynt að koma volgum vökva ofan í mig á meðan. Ykkur til skemmtunar get ég sagt frá því að þegar ég kom til sjálfrar mín þá sá ég að Ingibjörg var komin í Grettislaug. Ég hugsaði, hva, kláraði ég sundið? Því við hefðum átt að vera á svipuðum tíma. En svo sá ég að Aðalsteinn var ekki kominn og ég spyr hvar hann sé. Hann er enn að synda, og búinn að synda í rúma 3 tíma! Þá segi ég, hva, er ég nú farin að synda hraðar en Alli? og hló, greinilega komin til sjálfrar mín. Það var þá sem ég vissi að það var eitthvað bogið við þetta allt saman 🙂 Þessi háski reyndi meira á aðstandendur en sundmann 😢 Ég fæ seint fullþakkað þeim sem komu að þessu sundi <3
Drangeyjarsundið var lærdómsríkt, sjá frétt hér.
Sjávarhiti 8,7°
* Formlegt sund miðast við að vera aðeins í venjulegum sundfötum með hettu og gleraugu, engar blöðkur eða annar búnaður.







17.08.2020
Synt út að dælustöð – 2 km
Synti með Sigrúnu.

26.08.2020
Synt út að dælustöð – 2 km
Synti með Alla.

15.10.2020
Swim Run – 4 km
Gengið frá Nauthólsvík yfir í Kópavog, og synt til baka.

21.11.2020
Brúsastaðir – 1,2 km
Gallasund í 4° heitum sjónum,lofthiti 3°. Pabbi mætti með mér og tók nokkrar myndir.
Synti með Önnu, Birnu, Ernu, Ingu Helgu, Alla, Magnúsi og Valda.



















22.11.2020
Synt undir ís
22 metrar í 0° heitu Hafravatni! (5 metrar, 6 metrar, 6 metrar og 5 metrar)
Það má segja að ég sé komin í form núna
. . . þrjú form ![]()
Mér leið eins og ég væri hafmeyja sem gæti náð í súrefni þó ég væri ofan í vatninu ![]()
26.04.2021
Gallasund við Brúsastaði – 1,4 km
Með Magnúsi og Ernu í blíðskaparveðri.


08.05.2021
Swim Run – 3,7 km
Fullkomið sund í morgunsólarupprás. Við lögðum af stað kl. 4:50 og syntum í átt að ljósinu fyrir Píeta, fyrir Tryggva bróður Ernu, fyrir vináttuna og alla þá sem eiga erfitt og þarfnast hjálpar.
Traustur vinur getur gert kraftaverk!
Erna, Magnea og Magnús.

19.06.2021
Gengið inn að flaki og synt til baka – 1,1 km
Synti með Birnu, Ernu og Sveinbirni.


12.07.2021
Synt inn að flaki – 2,2 km
Synti með Öggu, Alla, Birnu, Ernu og Magnúsi.

15.07.2021
Synt inn að flaki – 2,2 km
Synti með Magnúsi.

21.07.2021
Synt í þríhyrning í Fossvoginum – 2,1 km
Synti með Skúla.

28.07.2021
Synt hring í Fossvoginum – 4,7 km
Við tókum rúmlega 2ja tíma sund í dag. Það var örlítið kaldara sunnan megin í Fossvoginum og ég var komin með smá hökuskjálfta þegar 70 mínútur voru eftir. Þá var gott að stinga höfðinu bara ofan í sjóinn og halda áfram að synda. Yfirborð sjávar var yfirleitt heitara en sjórinn á næstu hæð fyrir neðan. Þetta sund var óvenjulegt að því leiti að við vorum þrjú sem syntum á hnífjöfnum hraða ![]()
![]()
![]()
![]()

07.08.2021
Bárurnar 2ja tíma vottunarsund – 3,4 km
Ég var varamanneskja hjá Bárunum sem syntu Ermarsundið vorið 2022 og synti vottunarsundið með þeim í dag.

13.08.2021
Synt inn að flaki – 2,5 km
Synt inn að flaki.

21.08.2021
Synt inn að flaki – 2,2 km
Synt inn að flaki.

28.08.2021
Sæunnarsund – 2,5 km
Synt í “klaufspor” kýrinnar Sæunnar sem synti frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Sundið hennar hófst við Flateyrarodda og komið í land við Sæunnarlaug í fjörunni við Valþjófsdal. En við syntum frá Valþjólfsdal yfir að Flateyrarodda.

02.12.2021 Sundlaug
Garpaæfing – tímamælingar
Tímamælingar:
50m skriðsund á 60 sek.
200m skriðsund (fyrri 100m á 2min15sek, seinni 100m á 2min)
200m skriðsund (fyrri 100m á 2min8sek, seinni 100 á 2min2sek)
06.02.2022
Synt undir ís
Hvað er betra en að skella sér í ískalt bað eftir 16 km skíðagöngu? Við Erna ætluðum bara að koma við hjá félögum Ice Tribe Iceland og fylgjast með, en einhverra hluta vegna vorum við samt báðar í sundbol . . . svo við skelltum okkur líka. Það er dálítið gott trix að hugsa sér að maður sé bara að koma og horfa á, því venjulega líður manni eins og maður þurfi á klósettið áður en maður gerir eitthvað svona! Ég held það sé vegna spennu og kannski smá kvíða, en ef maður ætlar ekki að syna þá sleppur maður við kvíðann. Það var John sem kenndi okkur þetta trix . . . hann er sko galdramaður. Takk fyrir gleðina.
26.02.2022 Sundlaug
2svar sinnum 1 klst. sund – Bárurnar
Tímataka:
1. sundið: Pace 2:30
2. sundið: Pace 2:40

10.06.2022
Synt frá smábátahöfninni í Kópavogi yfir í Nauthólsvík – 2,7 km
Það var gaman að synda fram hjá Sky Lagoon og veifa gestum þar.
Ég synti með Öggu, Birnu, Corinnu, Kath og Magnúsi. Erna fylgdi okkur á SUP bretti.








24.06.2022
Synt inn að flaki – 2,2 km
Synt inn að flaki.

08.07.2022
Synt frá Sundskálavík til Ylstrandarinnar – 3,8 km
Sjö saman syntum við frá Sundskálavík til Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.
Nokkur okkar ákváðu að synda blöðkulaus til að gæðastundin entist lengur ![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Synti með Öggu, Alla, Birnu, Ernu, Laufeyju og Magnúsi.



14.07.2022
Synt út að dælustöð – 2,6 km
Engar blöðkur. Synti með Ernu, Magnúsi, Skúla og Valda.

21.07.2022
Synt inn að flaki – 2,4 km
Engar blöðkur. Synti með Ernu, Magnúsi og Skúla.

31.07.2022
Synt út að dælustöð – 2,3 km
Engar blöðkur. Synti með Birnu, Ernu, Kath, Skúla og Viðari.

02.01.2023
Íssund í Nauthólsvík
Mörg höft viku fyrir þessum axarsköftum í dag, en þetta verða líklega einu axarsköftin okkar þetta árið ![]()



05.05.2023
Fyrsta gallasund vorsins – 1,5 km
Fyrsta gallasund vorsins í 7,1° heitum sjónum.

10.05.2023
Synt inn að flaki – 2,2 km
Gallaðir vinir syntu inn að flaki í dag í 9° heitum sjónum.
Magnús og ég.
Strava.

12.05.2023
Blöðkulaust, án hanska og sokka í 8,4° – 1,2 km
Við Erna syntum blöðkulaust sund í dag, í sundbol, með hettu og gleraugu. Sjávarhiti 8,4°

13.06.2023
Synti blöðkulaus – 1,4 km
Synti blöðkulaus með Ernu, Laufeyju, Maríu og Ernesto Delarosa í 11° heitum sjónum. Ég hef líklega aldrei náð eins góðum hraða í sjónum eins og í þessu sundi.


01.07.2023
Helgasund á Akranesi – 900 m
Það var stór hópur sem synt Helgasundið í ár.

05.07.2023
Synt frá Gufunesi að Geldinganesi – 1,6 km
Grænhettugengið synti frá Gufunesi að Geldinganesi í dag. Veðrið var dásamlegt og mér leið eins og á sólarströnd þar sem við fórum út í sjóinn á Gufunesi. Sundið var ljúft.

09.07.2023
Hafmeyjurnar 2ja tíma vottunarsund – 3 km
Í dag kláruðum við Hafmeyjurnar
vottunar sund fyrir Boðsund yfir Ermasundið sem farið verður sumarið 2024. Geggjað veður í góðum félagsskap ![]()
Villi snilli maðurinn hennar Elísu fylgdi okkur á kajak. ![]()





14.07.2023
Synt frá Svíþjóð til Finnlands og tilbaka – 1,1 km
Erna, Kath og ég, við syntum yfir til Finnlands og til baka í dag.



15.07.2023
Swim the Arctic Circle – 3 km
Sumarið 2023 synti ég með vinkonum mínum frá Finnlandi til Svíþjóðar og í leiðinni yfir Norðurheimskautsbaugin og tímabelti. Þess má geta að ég lauk sundinu áður en ég lagði af stað, því ég var innan við 1 klst. að synda 3km!
Við kölluðum okkur Villisundmeyjar: Birna, Erna, Ingibjörg, Kath, Laufey og ég.
Strava.

















23.08.2023
Hafmeyjurnar, vottunarsund 5,5 km
Til að mega synda boðsund yfir ermarsund þarf að standast vottunar sund.
Það samanstendu af:
1,5 klst sundi í sjó undir 16°
1 klst á landi án hita
1 klst sund í sjó.
Og þetta kláruðum við Hafmeyjurnar í dag.
https://www.facebook.com/erna.hedinsdottir/posts/pfbid0n7cW3kePmq1WWQ5CByvwa4hgQzCcpzf7P4a5ASp8hQBUgEoCzYCFVQYMkYuuw9evl

26.08.2023
Sæunnarsund – 2,5 km
Synt í “klaufspor” kýrinnar Sæunnar sem synti frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Sundið hennar hófst við Flateyrarodda og komið í land við Sæunnarlaug í fjörunni við Valþjófsdal. En við syntum frá Valþjólfsdal yfir að Flateyrarodda.





25.03.2024 Sundlaug
Tímataka á 1 klst. sundi – 2,7 km
Pace 2:13
26.05.2024 Sundlaug
3svar sinnum 1 klst. sund – Hafmeyjurnar
Ég bætti tímann í hverju sundi.
Tímataka:
1. sundið: Pace 2:24 – https://www.strava.com/activities/11499870903
2. sundið: Pace 2:20 – https://www.strava.com/activities/11503310613
3. sundið: Pace 2:17 – https://www.strava.com/activities/11505297251
















