Ég er fædd og uppalin á Patreksfirði þar sem ég bjó fyrstu 20 ár ævi minnar.
Tvítug flutti ég suður með sambýlismanni mínum og eignaðist með honum dreng 1. apríl 1992.
Árið 2013 datt syni mínum í hug að spurja mömmu sína að því hvort hún vildi koma með honum í HR að læra tölvunarfræði. Ég sagði auðvitað já, því ég nota nei svo lítið.
Það tók mig 6 ár að klára námið með fullri vinnu, hestamennsku, sjósundi og kórastarfi. Áhugamálin gerðu það að verkum að ég fékk ekki leið á neinu.
Þegar ég var barn þá sögðu foreldrar mínir mér að ég gæti ekki valið allt, ég þyrfti stundum að hafna. Mér hefur alltaf þótt það síðara mjög erfitt.