days
hours minutes seconds
until
29. júní til 4. júlí 2024

Um hafmeyjurnar
Við erum Hafmeyjurnar, vaskur hópur sjósundkvenna sem ætlar að synda yfir Ermarsundið í sumar á tímabilinu 28.júní -4.júlí.
Hópurinn samanstendur af Kath, Erna, Birna, Elísa, Sara, Magnea & Agnieszka er tilbúin að stökkva inn sem varamanneskja ef þarf.
Við höfum verið að æfa okkur stíft undir styrkri handleiðslu góðra þjálfara, Brynjólfur sem er með Garpasund í Laugardalslaug, Mateusz hjá Reykjavík Swim Academy og Sigrún Þ sem heldur okkur við efnið og kennir okkur líka góðar æfingar sem hún veit að munu gagnast okkur enda hefur enginn Íslendingur farið oftar á sundi yfir Ermarsundið.
Ermarsundið er 33km í beinni línu og synt er frá Shakespear ströndinni í Dover á Englandi og stefnan tekin yfir til Cap Gris Nez í France. Til að tryggja að allt sé eftir settum reglum og til að sundið fáist viðurkennt þarf að kaupa ferð með viðurkenndum bát og fá eftirlitsmann til að votta sundið. Við erum svo heppnar að fá Mike Oram sem skipstjóra en hann er þaulvanur og hefur verið að sigla með fólk í mörg ár.
Hafmeyjurnar eiga annan sundrétt eða sundrétt nr 2 sem þýðir að þá viku sem við eigum bókaða er annar hópur eða einstaklingur sem verður að synda af stað og klára áður en við megum byrja okkar sund. Sundréttirnir eru yfirleitt 4 á hvern bát, á hverjum tímaramma. Við erum 6 talsins en það er hámarksfjöldi sem má synda í boðsveit og með eina varakonu. Reglurnar eru einfaldar, ein syndir í einu, klukkutíma í senn, 5 mínútna gluggi til að skipta um sundkonu á klukkustunarfresti. Ekki má snerta bátinn á meðan synt er né aðra manneskju í sjónum þá telst sundið ógilt og fæst ekki skráð. Hver okkar mun synda amk 2x ef ekki 3x, fer allt eftir straumum og veðri hvað við verðum lengi að synda yfir.